Fimmtudagurinn 27.02.2002

Vöknuðum og ég fékk te að breskum hætti, enda er gestgjafinn minn breskur. Eftir sturtu sem var overdue þá fórum við í smá bæjarferð. Ég fékk mér skítódýra polaroid vél og filmur og er búin að vera prófa það. Soldið skondið eftir allar þessar stafrænu pælingar þá finnst mér myndirnar úr henni soldið sexy. Fóturinn minn er ennþá nokkuð aumur og eftir svona bæjarrölt þá er hann ekkert betri. Fundum ótrúlega funky sjálfsafgreiðslukaffihús sem er með svona tölvu-jukebox og framtíðar/fortíðar innréttingu dauðans… tékkiði á www.automatenbar.de. Vonandi eru myndir á þeirri síðu. Annars tékka ég hvort að ég komist í scanna af því að ég tók nokkrar myndir þar inni.

Ekkert plan fyrir kvöldið…. vona að það verði brennandi sól á morgun, því þá er ég farinn í local garðinn til að halda áfram upptöku á buttspotting in europe