Laugardagur 6.júl
Allt ready og Guðbjörg gerðist svo væn að skutla mér út á aðalbrautarstöðina. Var kominn út á flugvöll einum og hálfum tíma fyrir brottför sem er gott, því ég hef lent einu sinni í því að missa af flugi og því mun ég aldrei lenda í aftur. AMK mun ég reyna það. Seinasti danski bjórinn teygður út á flugvellinum og keypti mér polaroid filmur, veit ekki hvað þær kosta á fróni, en býst passlega við að þær séu ódýrari úti. Flugið heim mjög þægilegt, horfði á home improvement og allo allo Helvíti flott nýjung hjá flugleiðum að sýna leið flugvélarinnar á sjónvarpinu þegar maður nálgast �?sland. Einnig hæð og hraða vélarinnar. Var svolítið pirraður að lenda ekki í tékki í tollinum, var að vonast til þess að fá að glotta og vera geðveikt pirraður þegar þeir myndu leita hjá mér og finna ekki neitt