Já, athyglisvert, nú er verslunnarmannahelgin
Já, athyglisvert, nú er verslunnarmannahelgin og þorri æsku landsins er að smyrja liðamótin með áfengum drykkjum, leita sér uppi afsökun til handalögmála, og leitandi að rekkjunautum.
Á meðan er ég í rólegheitum að vinna, ákvað að reyna sleppa einhverri slefandi vitleysu og greip mér þessvegna í vaktir á laugardegi, sunnudegi og mánudegi, en til upplýsingar er ég að vinna í tech supporti hjá ónefndri internet þjónustu í reykjavík. Frekar lítið að gera og þar af leiðandi nota ég tímann til þess að skoða eitthvað funky á vefnum.
Ég varð skýjum ofar er ég sá að colin mcrae 3 væri að koma út en datt snögglega niður þegar að ég sá að hann væri að koma út á xbox og ps2. Sveiattan segi ég og vei codemasters, og vona ég að þeir bæti úr þessu sem fyrst. Þangað til mun ég skemmta mér konunglega í CM2 með force stýrið á pc tölvu minni