popp er feik

hugleiðingar mínar af huga

jú oft getur verið gaman að poppi,

vinsældir tónlistar eru oft [nota bene alls ekki alltaf] tengdar aðgengileika tónlistar

í hvert skipti sem heilinn lærir eitthvað nýtt þá tengjast node-ar í neural networkinu [sorrý slangrið] saman….

þegar að við verðum endurtekið fyrir sama áreitinu þá venst heilinn ferð boðana um sömu stöðvarnar [nodes] og ef það verður nógu mikið þá jafnvel söknum við áreitisins þegar það er ekki lengur til staðar….

t.d. vinasambönd, tónlist, eða bara niðurinn í læknum þegar þú ert búin að vera í sumarbústaðnum í nokkra daga….

aðgengileg tónlist spilar á þetta eðli heilans, að nota eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og þægilegt, og heilinn er móttækilegri fyrir

það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja

enda er ungt fólk móttækilegast fyrir “nýjum” útfærslum á tónlist, en það eldra síður mótækilegt [alhæfing ég veit en ansi algengt]

Aftur á móti ef að við þrjóskumst við að láta heilann vinna í því að búa til ný tengsl t.d. með því að hlusta á ögrandi tónlist, horfa á eitthvað nýtt, eitthvað annað en hollywood ræmu, tel ég að hæfni heilans til þess að vera aðlögunarfær minnki…

sumir “underground” gúrúarnir segja að þeir sem hlusti á popp og fm ræpu séu vitlausir. ég held að það sé ekki rétt….

aftur á móti spilar margt inn í tónlistarsmekk, persónulegar kringumstæður og umhverfi, vinir og annað, aftur á móti tel ég greind geta spilað inn í það þegar fólk staðnar í einhverju ákveðnu…. en ekki að því leiti að það sé einhver úrslita-faktor

aftur á móti er mikilvægt að ekki tapa sér í því að kanna eitthvað nýtt, því að þá missum við öryggistilfinninuna sem gömul tengsl veita okkur….

ég kýs að haga mér þannig að ég leita og leita að einhverju nýju, þegar ég finn eitthvað sem mér líkar við þá stoppa ég og nýt þess …. þegar mér er farið að leiðast þá byrja ég að leita aftur…. [t.d. ástæðan fyrir því að ég “yfirgaf” dnb tónlistina]

ég er kominn út í svolítið djúpar pælingar kannski, en mér finnst þetta meika sens….