hugmynd að íslenskri hasarmynd.

Hugmynd að íslenskri hasarmynd.

Treiler:

Myrkur og hjartsláttarhljóð undir

þrumur og eldingar bregður fyrir

myrkur

brjáluðum öldugangi

myrkur

stór togari brýtur öldur

myrkur

mugshot af þrekvösknum 55 ára gömlum manni. undir stendur “Kokkurinn” við heyrum í honum þruma: þið borðið það sem ég elda helvítin ykkar

myrkur

mugshot af 23-25 ára manni. undir stendur “Hásetinn” við heyrum í honum hrópa örvæntingarfullt: “það er eitthvað annað en fiskur í netinu!!!!, náið í kapteinninn”

myrkur

mugshot af 35 ára manni í köflóttri skítugri skirtu. undir stendur “Vélstjórinn” við heyrum í röddu hans angurvært “ég hafði ekki hugsað mér að deyja á þessum guðsvolaða dalli”

myrkur

mugshot af manni á fertugs aldri í köflóttri skítugri skyrtu. undir stendur “Kapteinninn” Við heyrum í riskingum og honum öskra: “ég líð enga uppreisn á mínu skipi”

Síðan koma myndirnar af þeim öllum og þulur les yfir með djúpri röddu : “fjórir menn….. ein örlög”

Svo koma titlarnir eins og þeir séu fljótandi :

“HÁSKI Á HAFI” [þulur les titilinn líka]

jæja ég er búinn að pitcha þessu, nú er bara að bíða þangað til friðrik eða baltasar kormákur nálgist mig með sand af seðlum og kampavínsglas og samning undir hendinni…..