microsoft nörd
Ég er alveg að iða svo mikið í skinninu að skinnið er farið að losna af mér.
ég er, eins og sumir kunna að vita að taka MCSE , sem þýðir að eftir að ég klára prófin tengd henni þá verð ég microsoft nörd.
Ég er búin að klára 5 microsoft próf og allt gott og blessað með það, en ég tók eitt beta próf 16.október, en hef ekki ennþá fengið að vita hvort ég náði því eður ei……og það er að gera mig vitlausan. Ef ég næ því þá á ég bara eitt próf eftir, en ef ég næ því ekki þá á ég tvö eftir…….. kannski þetta geti stytt mér stundir