hurðin í vinnunni minni.....
mynd eftir caroling@wholeo.net
það er eitthvað trix í gangi…… hurðin í anddyrinnu í vinnunni er svona klassískt snúningshurð [fjórir glerplattar, fjögur hólf, snýst í eina átt] og fær mar aðgang með aðgangskorti. Þegar mar fer í eitt hólfið þá snýst hún og maður labbar með og hún snýst 180 gráður. Ef að næsti maður fer í hólfið á eftir manni án þess að smella inn aðgangskorti sínu þá stoppast hurðin á miðri ferð og gefur frá sér örlítið píp og er eftir smá smuga fyrir viðkomandi að fara til baka út.
hvort sem það er af mannavöldum eður ei veit ég ekki, en þessi hurð er skaðræðisvaldur og hefur greinilega eitthvað á móti mér……. ég ætla að documenta hérna á pimpmaster þessi skipti sem að hún veldur mér skaða….
fyrir viku síðan þá var ég á leiðinni inn með eðlilegum hætti og hún stoppaði á miðri leið og fór 30 gráður til baka með þeim afleiðingum að glerið skelltist framan í mig…..
núna áðan var ég á útleið og hún gerði það aftur [þegar mar fer út þá þarf mar bara að smella á takka, semsagt ekki sýna aðgangskort] í þetta skipti var ég með kaffibolla og slatti heltist yfir hendi mína og jakka….
to be continued……