nokkrar pælingar um stríðið.... í
nokkrar pælingar um stríðið….
í þessu stríði hefur verið reynt að sannfæra vesturlanda búa um það að innrásarherinn séu frelsararnir….. hversu oft í sögunni hefur innrásaraðilli borið því við?? og hversu oft hefur sagan eftirá dæmi viðkomandi aðilla rétt, þ.e. að það var lítið annað í gangi heldur efnahagsleg/menningarleg/trúarleg nauðgun
að mínu mati eru núverandi aðgerðir til lítis annars fallnar heldur en til að reyna að skikka ákveðin mið-austurlenskan lýð til hlýðni við vesturlönd og til að sýna fram á máttinn sem vesturlönd [eða bara usa] geta valdið til óvina sinna…. meira að segja orðalag bandaríkjamanna segir þetta nógu skýrt “shock and awe”… skilja óvinina eftir í losti og gapandi af furðu á vald “frelsaranna”
hugmyndin um usa sem frelsara er álíka hlægileg og hugmyndin um spánverja sem frelsara indjánana… [come on, bretar og bandaríkjamenn eru nú þegar farnir að deila um hversu mikinn hlut bresk fyrirtæki fái af uppbyggingu írak á móti bandarískum fyrirtækjum]
á sínum tíma hafa aðstæður spánverjana í ameríku eflaust ekkert verið ósvipað fyrir heimamönnum þegar þeir heyrðu af siðleysi þessara frumbyggja
einnig hafa þessi frelsis-rök líka verið notuð af trúboðum sem tóku hvern ættbálkin á fætur öðrum fyrir í afríku…. og kínverjar þegar þeir “frelsuðu” tíbet frá “kúgun” trúarmafíunar þar í landi
ég ætla ekkert að afsaka embættisverk saddam hussein og flokk hans sem hefur kúgað írösku þjóðina, en innrás og valdarán í sjálfstæðu ríki er alvarlegt mál. Það er ennþá alvarlegra mál þegar engar hótanir hafa átt sér stað sem geta réttlæt þessar aðgerðir…. þá sem sjálfsvörn og kannski er það alvarlegast þegar að stofnun eins og sameinuðu þjóðirnar, sem stofnaðar voru til þess að auka öryggi þjóðanna á alþjóðavettvangi gegn hvorum öðrum, og koma í veg að ein þjóð geti beitt aðra kúgunum/ofbeldi, er máttlaus gegn vilja einnar þjóðar…
og til þeirra sem segja að þeir sem eru á móti stríð láti stjórnast af tilfinningum en ekki rökum, langar mig að segja að mín skoðun er sú að dæmið er öfugt.. tal um frelsun kúgaðrar þjóðar spilar á samúðartilfinningu, það mikið að hún yfirvegar skynsemina, og hin hliðin er talið um stórhættuleg vopn er einmitt tal sem spilar á hættulegustu tilfinninguna… hræðslu
mæli með að áhugasamir lesi eftirfarandi grein http://www.lp.org/lpnews/0303/Iraq.html