Smart move

Smart move

tekið af mbl.is :

Tölvur og tækni | 28.4.2003 | 9:37

Öll íslensk tónlist verður brátt aðgengileg á Netinu Áslenskt fyrirtæki, MúsikNet ehf. hyggst bjóða alla íslenska tónlist í öllum stíltegundum á Netinu. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að undirbúningur verkefnisins hafi staðið í á annað ár og hinn 30. apríl nk. muni vefsvæðið www.tonlist.is líta dagsins ljós. Þá gefst Áslendingum heima og heiman kostur á að nálgast nánast alla íslenska tónlist sem gefin hefur verið út á geisladiskum, alls um 20.000 lög.

Tónlistinni verður eingöngu dreift á rafrænan hátt og fólki gefst kostur á að hlusta, hlaða niður á tölvu og búa til eigin geisladiska til eignar. Auk þess verður boðið uppá ýmsa tónlistartengda þjónustu.

Á tilkynningunni segir, að stafræn tækniþróun hafi stytt til muna leiðina frá listamanninum til neytandans. Þar með hafi ýmsir milliliðir orðið óþarfir. Tónlist.is hyggist nýta sér þessa þróun, neytendum til hagsbóta, og íslensk tónlist verði fáanleg á betra verði en áður hefur þekkst hérlendis.

Fram kemur að Tónlist.is njóti fulls stuðnings hagsmunaaðila íslensks tónlistariðnaðar og hafi gert samstarfssamning við Samtón um skráningu og varðveislu íslenskrar tónlistar og lýsigagna á stafrænu formi. Samtónn er ný samtök sem hafa flytjendur, höfunda og útgefendur innan sinna vébanda. Vefsvæðið verður opið öllum þeim sem vilja nýta sér þennan nýja miðil til að koma tónlist sinni á framfæri, bæði nýju og eldra efni.

Þá hefur fyrirtækið hafið markvissa skráningu á allri íslenskri tónlist, allar götur frá 1910, í stafrænan gagnagrunn sem verður aðgengilegur notendum Tónlist.is jafnóðum.