ég held að tilveran.is hafi

ég held að tilveran.is hafi toppað sig í lágkúru [af pólitísku meiði]

Á vef þeirra í dag er eftirfarandi tengill : “ógeð Eitt það ógeðslegasta sem menn hafa séð!! ( Hvað kostar flug til Langtíburtulands? ) (09.05.03 kl.13:37) "

sem leiðir á photoshop mynd af mögulegri stjórn, ef að S, U og F mynda stjórn. Og undir stendur “be afraid… be very afraid”

http://www.tilveran.is/id/1012808

Reyndar er þetta ekkert nýtt hjá tilverunni að birta mikið af áróðri sjálfstæðismanna, en hingað til þá hafa þeir sagt birta hvað sem er og hafa gert það, því að það kemur einstaka sinnum inn áróður á sjálfstæðisflokkinn…. en það er í raun og veru ekki ástæðan fyrir því að þetta vakti athygli mína.

Eins og öðrum miðlum þá er tilveran “ritstýrð” og þeir kusu að setja þessa mynd undir flokkinn “Ógeð” og setja textann “Eitt það ógeðslegasta sem menn hafa séð!!” við. Á tilverunni og flestum svipuðum vefum eru svona “ógeðs” flokkar og eru venjulega notaðir til að sýna … .. myndir sem hneyksla almennan borgara….

Nú segi ég ekki að tilverumenn megi ekki hafa sínar skoðanir og flakka þeim eins og þeir vilja, en mér finnst sú ritstjóra ákvörðin að setja þetta undir “ógeð” jaðra við níð… vitaskuld er þetta fyllilega löglegt, en ég hef bara sjaldan séð þennan vef leggjast svona lágt…