kjaftfor sjónvarpsmaður

savage.jpg

Cnet skrifar um Michael Savage, sem nýlega var rekinn af msnbc. Ráðning hans var mjög umdeild, þar sem hann liggur ekki á skoðunum sínum, sem eru í ætt við hægri öfgamenn í USA. Meðal efnis á vefsíðu hans, michaelsavage.com má finna “stefnuskrá”, undir fyrirsögninni “Help Save America”

1. End Affirmative Action. 2. Close the Borders now. 3. Deport all illegal immigrants now. 4. Eliminate bilingual education in all states. 5. Require health tests for all recent foreign born immigrants. 6. Make tax cuts permanent. 7. Reduce the number of Federal Employees. 8. Tort Reform - Stop Class Action Lawyers.

Þessi hugmyndafræði rennur beint úr rifjum kristilega vængs Repúblika í usa, þó að sumt þarna séu hlutir sem þeir hafa ekki mikið hátt um, vegna hversu umdeilt það er.

Eins og kemur fram í grein Cnet var hann rekinn á endanum vegna eftirfarandi ummæla við e-n sem hringdi inn í þáttinn [viðkomandi lýsti því víst yfir að hann væri samkynhneigður og var víst kjaftfor við Savage] :

“You should only get AIDS (acquired immune deficiency syndrome) and die, you pig. How’s that?…You got nothing better than to put me down, you piece of garbage. You have got nothing to do today. Go eat a sausage and choke on it.”

Michael Savage, réttu nafni Michael Weiner, byrjaði í útvarpi 1994, með dæmigerðan “conservative radio talk show”, sem eru nokkuð vinsælir og mjög umdeildir út í Bandaríkjunum og höfða til hvítra karlmanna. Microsoft [sem á helming í stöðinni á móti General Electric] hafði verið undir miklum þrýstingi vegna þáttar Savage, frá þrýstihópum minnihluta í bandaríkjunum [ja bara langflestra minnihlutahópa, samkynhneigðum, svörtum asíuættuðum o.fl.] Þeir sögðu lengi vel að þeir gætu ekki tekið fram fyrir hendur ritstjórnar MSNBC, sem þeir gerðu ekki að eigin sögn, en ofangreind ummæli voru víst punkturinn yfir i-ið fyrir ritstjórn msnbc. Savage segist leiður yfir ummælunum og segist ekki hafa beint þeim gegn aids sjúklingum, einnig segir hann að þetta hafi verið síma-at þar sem takmarkið væri að egna hann upp í eitthvað svona.

“I’m sitting in front of the camera. I have no control over that,” Savage said. “In radio, I have total control. . . . He got really vile with me . . . I meant to insult him personally, not all people with AIDS.”

Mín skoðun er sú að þetta er bara gott á hann. Menn sem geta ekki stjórnað skapi sínu eiga ekki heima á fjölmiðlum [sem gefa sig út fyrir annað]. Ég held líka að engin gráti yfir honum. Hann er strax kominn með útvarpsþátt sem nær til allra Bandaríkjana, þannig að hann getur haldið áfram að miðla “uppbyggilegum” skoðunum sínum áfram.