skjár einn

já ég ætla að kvarta yfir skjá einum…..

og það er ekki út af því að þeir kynna ekki tónlistina sem þeir spila (uppfært 2008: þeir kynna tónlistina núna), en jú það kannski kemur svolítið inn á það. allaveganna þá finnst mér þeir koma frekar skítt fram við tónlistarmenn…. fyrir utan þetta með tónlistarmyndböndin ókynntu. Þeir halda að tónlist sé bara eitthvað sem þeir geta hrifsað í og notað til að plögga hvað sem þeir vilja að tónlistarmönnunum óspurðum…..

Gott dæmi um þetta eru bandarískir sorpþættir á við dateline og 48 hours [sem er ekki alslæmur, but thats not the point]. Þegar skjár einn kaupir þessa þætti þá fá þeir (væntanlega) kynningarefni með þáttunum. Svona auglýsingatreilera til að spila. OK en þetta eru treilerar gerðir fyrir bandarískann markað og eru ekki alveg í þeirri ímynd sem skjár einn vill að sé á stöðinni, þannig að þeir búa til sína eigin treilera, klippa saman helling af catchí videó’i úr þáttunum og grípa síðan næsta [dans-techno-breakbeat-chill] disk úr hillunni og skella honum undir. Ég held t.d. að þegar Yoga gáfu út plötuna sína “Yoga” þá hafi þeir ekki gert ráð fyrir eða langað mikið til að heyra tónlistina sína notaða til þess að láta Dan Rather og félaga í 48 hours líta “hip og kúl” út….

Ef ég á að nefna fleiri dæmi þá er það t.d. air, prodigy, daft punk o.fl. Ég veit það ekki, það getur vel verið að ég sé kelling, og það er kannski eðlilegt að starfsmenn á S1 sýni tónlist ekki mikla virðingu þar sem að almenningur er “dánlódandi” tónlist hægri vinstri…. og ef til vill er ég eitthvað bitur þar sem að lengi vel notuðu þeir lag frá mér í skjáauglýsingastef hjá sér…..

Ég veit ekki hvort er verra, að vera undir þætti eins og dateline eða skjáauglýsingar…. jú, dateline er verra….