vafasamar kosningaaðferðir

Senn líður að forsetakosningum í bandaríkjunum, á næsta ári, og nú þegar eru farnar að koma fréttir og greinar sem fjalla um síðustu kosningar og mögulega framkvæmd á næstu kosningum, hérna er frétt af infernalpress um gagnagrunns kompaní, Choice Point, sem fékk verkefni tengt síðustu kosningum. Verkefnið var að búa til no-vote lista yfir fanga þar sem þeir mega ekki kjósa [og væntanlega fyrrverandi fanga eða skilorðs]. Allaveganna, þessi fjölmiðill vill meina það að þeir hafi ekki notað kennitölur [eða social security númer] eða neitt slíkt heldur bara nafn og kynþátt. Og þetta kom víst í veg fyrir að margir nafnar viðkomandi manna fengu ekki að kjósa, semsagt margir svartir, sem eru í stórum hluta demókratar. Og núna er Choice Point víst búið að fá þetta sama jobb um öll bandaríkin…. Ég veit bara að þetta verða athyglisverðar kosningar.