forðastu ruslpóst
jamm… þetta er algjört möst fyrir þá sem eru þreyttir á ruslinu.
isp-inn minn screenar í burt ruslpóst eins og er en það tekur ekki allt, ég fæ svona 10 ruslpósta á dag… skellti upp spambayes [frítt] í outlooking hjá mér og það lítur bara ágætlega út…
mar byrjar á því að búa til tvær möppur, eina fyrir ruslpóst og aðra fyrir mögulegan ruslpóst og síðan þjálfar mar filterinn með því að fleygja nokkrum ruslpóstum í viðeigandi möppu…. síðan getur mar séð spam score-ið við skilaboðin í inboxinu….
fyrstu vikurnar er eðlilegt að einhver skilaboð sem mar vill fá endi í mögulegur ruslpóstur möppunni, en þá segir mar bara filternum að þetta sé ekki ruslpóstur og hann lærir betur á hvað er og hvað er ekki ruslpóstur……