Vængstýfingar og stélhristingar
Gaylordý, já, það er kominn gay pride helgi og það er gaman, en vegna ómeðvitaðrar hómófóbíu minnar, þá lét ég plata mig til að vinna um helgina. Ég kíkti þó aðeins út í gær, fór til Unnars Hugalings í smá sull, þar sem skeggrætt var um allt frá íslensks viðskiptalífs til nýs uppgvötað afbrygði Yoga, svokallað vinnu-reykingarpásu-yoga.
Eftir það lét ég sjá mig niðrá VM, þar sem Alli, Barclay+Kim, Oddur “Símon”, Villi og fleiri hressir snáðar og snúðlur kældu sig í næturhitanum [spakt mar]
VM [vegamót] er athyglisverður staður, og ætti hann vel heima í heimildarmynd David Attenborough um tælingartilburði mannfólks með aðstoð sólríkrar R+B tónlistar. Vængstýfingar og stélhristingarnar eru svo miklar að ferómónin í loftinu yfirtekur reykingarstybbuna.
Jæja, þá er ég búin að fá útrás fyrir smart-assið í mér