stríðið er í fullum gangi
Það er greinilegt að fjölmiðlastríðið er í fullum gangi og engir fangar verða teknir. Morgunblaðið greinir frá því að þeir séu að hefja smáauglýsingabirtingu. Það hefur í mörg ár verið nokkurs konar eign DV, en nýlega fór Fréttablaðið út í slíka birtingu líka, og nú virðist sem jafnvel Mogginn sé ekki lengur of góður til að “get dirty”.