frjáls tónlist frá útgáfunni Loca
Wired segir frá útgáfunni Loca og hvernig hún hefur ákveðið að notast við Creative Commons höfundarréttar leyfið sem er mun rýmra en hefðbundin höfundarréttarleyfi. Allir geta sótt tónlist af vef Loca og skrifað, afritað og deilt tónlistinni að vild. Áætlað er að á breiðskífur útgefnar af Loca muni innihalda sömpl, midi skrár og fleira sem geri tónlistarmönnum kleyft að endurhljóðblanda lögin, eða nota búta í sín eigin lög að vild. Gaman verður að sjá hvort að Loca lifir af með þessa nýstárlegu hugmyndafræði sér að baki. Ég hef persónulega trú á því.