outlook að stríða ykkur?

Smá tips… ef outlook er að stríða ykkur og hleypir ykkur ekki við viðhengi, vegna þess að þau gætu verið unsafe þá reddiði því svona:

Outlook Express: Hérna nægir að fara í tools - options - security og taka viðeigandi hak af….

Outlook xp eða 2003: hérna verður þetta aðeins flóknara og ættuð þið bara að gera þetta ef þið treystið ykkur til að fikta í registryinu [sem er lítið mál ef þið gerið bara það sem kemur hér á eftir]

1. start - run - regedit 2.flettið niður HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Office\ hérna veljiði 10 eða 11, 10 fyrir office xp og 11 fyrir office 2003, og þar undir veljiði Outlook\Security

Hérna inni búiði til new string value [hægrismellið á hægri gluggann… breytið New Value #1 í “Level1Remove” og tvísmellið síðan á það. Undir value data setjiði t.d. “.exe;.xls;.doc” [allt án gæsalappana auðvitað]

þið náttúrulega breytið þessu eftir þörfum bara að það sé semikoma á undan næsta gildi og engin á eftir seinasta gildi.

Þegar þetta er búið lokiði þá draslinu, lokið outlook og opna það aftur… komið.