Vá mar.... langur tími

Já það hefur svo sannarlega liðið langur tími síðan að bloggið sá seinast dagsins ljós. 30.nóvember 2003 var dagurinn sem blogg maskína 01.is hrundi, en jafnfram var það sá dagur sem að vikuleg afritataka af vélinni fór fram og afritaðist allt bloggið í heild sinni heim til mín……heppinn. [props til odds]

Ég er búin að sakna bloggsins frekar mikið [ahhh] en með nýrri vél kemur nýtt netfang escape.is í stað escape.is, enda var kominn tími til að nota sér lénið sem verslað var fyrir www.chicorockstar.com.