blog your life
Fyrir nokkru síðan þá skrifaði ég smá hugleiðingu um áhrif bloggs á bókina sem miðils og í framhaldi af því spekúleraði í hvenær vírlaust video mundi ala af sér svona life channels… Við virðumst vera að færast skrefi nær því með þessari pælingu frá þróunardeild hewlett packard [org-url].
Þetta er ennþá á þróunarstigi, en tilgangurinn er að uppfylla loforð slagorðsins “never miss a moment”. Mesta áskorunin verður að þróa hugbúnað og algóritma við að finna eigulegt myndefni úr mörgum klst af rusli. T.d. þyrfti slíkur algóritmi að geta aðlagað sig að eigandanum því að sitt sýnist hverjum um hvað er gott myndefni og hvað ekki. Að minnsta kosti verður athyglisvert að fylgjast með þessari þróun.