makkar smitast líka

[wired birti síðar að þetta hefðu verið uppsláttur og ýkjur]

Það er einhver búin að skrifa troju hest fyrir makka, líklegast bara til að sýna fram á það að það sé hægt. Óværan felur sig í id3 tag-i mp3 skráar og fær kerfisaðgang ef að notandinn keyrir upp mp3 skránna.

Makka notendur hafa verið háværir í gagnrýni á windows yfir vírusum og ormum, en svo virðist vera sem að möguleikarnir séu til staðar fyrir smit. Stór ástæða fyrir því hversu mikið þeir hafa fengið að vera í fríiði er líklegast að makka notendur eru bara það fáir að þeir hafa ekki verið aðlaðandi skotmörk.