lexx búið :(
Það hlaut að koma að því, ég kláraði að glápa á lexx
. Seinasti þátturinn í fjórða season-i kominn. Ég lít til baka með söknuði á alla 61 þættina sem ég hef glápt á seinustu árin. Lexx er eitt ferskasta sjónvarpsefni sem ég hef séð, maður vissi nánast aldrei hvað mundi gerast næst, en einnig voru þeir svona temmilega sjúkir á tímabili. Þættirnir fjalla um: *Stan sem er ekta lúser og andhetja sem hugsar um ekkert nema eigið skin, *Zev/Xev sem er fallegur ástarþræll og að hluta til eðla *Kai sem er 2000 ára gamall dauður launmorðingi *790 sem er höfuð vélmennis sem er yfirsig ástfangin af Zev [og síðar Kai]
Þessi dýnamíska áhöfn stelur geimskipinu Lexx, sem er skordýr á stærð við manhattan, með greind á við 3-4 ára gamalt barn og er mesta gereyðingarvopn í báðum alheimunum [þeir eru tveir í þáttunum]
Þáttunum hefur verið lýst sem “Funny, well acted and unashamedly sick” og það er eitthvað sem ég get tekið undir