faldi geocache
Á gær faldi ég fyrsta geocache-ið mitt. Eftir að fyrsti geocache fundurinn lukkaðist vel þá langaði mig að finna fleiri, en komst síðan að því að hin eru öll á norðurlandi og ætla ég að geyma þann morðakstur þangað til síðar í sumar. Ákvörðun var þá tekin um að búa til nýtt cache og kom lolla með mér í það mission í gær. Við fundum brilliant stað í gær, Valahnúk, Reykjanesvita og hefur cache-ið verið samþykkt og alles á geocaching.com
Því miður tók ég ekki með mér almennilega mynda vél þannig að nokkrar gémsamyndir verð að nægja.
Alveg magnað útsýni frá Valahnúk.
Líka flott í hina áttina…… í átt að usa :)
Reykjanesviti séður frá Gunnuhver. Alveg alien landslag þarna á köflum.