spennan magnast

Ef að sumardagurinn fyrsti hefði ekki verið á þeim degi sem hann var, þá væri ég í dag að fá afhenta íbúðina sem ég get fljótlega kallað mína. Já ef ég var ekki búin að taka það nógu skýrt fram, þá er ég að kaupa íbúð á háaleitisbraut. Ég get varla beðið eftir því að flytja inn og innrétta og leika mér með “rýmið”.