að kunna að skammast sín ?

Stundum fær maður á tilfinninguna að einhver í almannatengslum lögreglunar sé að skemmta sér við að búa til svona vitleysu. Þessi frétt segir frá manni sem að var stoppaður fyrir hraðakstur, 144 km, og var að blaðra í símann á meðan. Aðspurður gaf ökumaðurinn þær skýringar að “hann hefði verið með vin sinn á línunni sem flutt hefði þau skilaboð að réttast væri að vara sig á lögreglunni á Holtavörðuheiði” Annaðhvort var greyið að reyna að skora stig á því að segja satt, en hvernig sem þetta var þá væri hann svo mikill bjáni að ég varla trúi þessu.