trekkið
Já einu sinni hafði maður gaman að því að horfa á star trek, en seinustu árin af því hafa verið frekar mislukkuð og leiðinleg, og hafa margir kennt framleiðendum þáttanna berman & braga um floppið. Sem er kannski ekki skrítið.
Slúðrið á götunni segir að J. Michael Straczynski, skapari þáttanna Babylon 5, muni ef til vill koma í framleiðslu þáttanna. Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd, þá gæti JMS komið með það sem sárlega vantar í star trek, sem er heildarsýn og ef hann fær algerlega framleiðsluna í sínar hendur þá gæti trekkið orðið ágætt aftur.
Eins og stendur eru upplýsingar af mjög skornum skammti og í raun er þetta ekkert annað heldur en óstaðfestur orðrómur sem er líklegast bara kominn til vegna þess að þegar JMS var nýlega spurður um hvort hann hefði áhuga á að vinna við star trek þá svaraði hann “i cant comment on that”.
Þannig að ef til vill er þetta bara bull.