lagi dagsins vex fiskur um hrygg

Það hafa verið mjög góðar móttökur við lagi dagsins og hafa fleiri góðir bæst í hópinn sem nú telur eftirfarandi konfekteyru auk mín: frimma, jónasar, krilla, guðlaugs, arnar, svenna og togga. Þökk sé hinum síhressa alla, eða öðru nafni activealli , þá er lag dagsins loksins komið í tímaröð, semsagt nýjasta lagið efst. Einnig er hægt að smella á nafn hvers einstaklings til að fá lögin í mp3 spilarann og eitt smell til að fá nýjasta frá öllum í mp3 spilarann. Þá held ég að ég muni ekki gera neitt meira virknislega séð fyrir þetta í amk langan tíma… ekki nema mögulega setja inn commenta kerfi.