nei eða já
Eins og ég minntist á áður, þá er þessi server greinilega kominn með rétt á helgarfríi, sem mér hafði ekki tilkynnst um, þannig að vefurinn minn var ekki uppi um helgina…. sorp.
Ágætishelgi annars, kíkti út á föstudaginn á “lífið”, tékkaði á Naqoyqatsi á laugardaginn, sem er seinasta myndin í quatsi “trilógíunni”, sem ég get hiklaust mælt með við þá sem hafa gaman að flottri kvikmyndatöku og öðruvísi myndum.
Svo tékkuðum ég og gulla á sjómannadagsstemningunni á sunnudaginn og kláruðum að horfa á Twin Peaks þættina… allir 29 búnir núna … “how’s annie… eheheh..how’s annie” Með því skemmtilegra sem ég hef horft á síðastliðin ár, ekki spurning að ég ætla að verða mér út um dagbók lauru palmer og ferðast til bandaríkjana, til Twin Peaks, sem er alvöru staður og heitir Aurora í Washinton fylki