hot chip
Ég hef verið að hlusta mikið á Hot Chip upp á síðkastið, nánar tiltekið í kjölfarið á Airwaves hátíðinni, þar sem þeir brilleruðu að mínu mati. Coming on strong heitir breiðskífan og er að mínu mati ein af skemmtilegri plötum sem ég hef heyrt á árinu. Það er eitthvað tónlistarlega-klúrt að hlusta á band sem að hljómar eins og að kraftwerk og jagúar hafi tekið hljómsveitaræfingu og fengið prince til að stýra henni. Hér er tóndæmi Örn skutlaði síðan í mig myndbroti sem tekið var af þeim á tónlistarhátíðinni Big Chill í sumar, og er það hér. Einnig eru nokkrar myndir af Big Chill hátíðinni á myndasíðunni hans
