Alien Androgynous

Púff.. stundum er gott að vera alveg útkeyrður….vinnan búin [er alltaf reyndar búinn klukkan 17:00 en stundum er maður lengur]. Eftir vinnu fór ég með hressan thomson speedtouch 580 router heim í foreldrahúsin þar sem að litla systir fer fljótlega að komast heim af spítalanum, því það var búið að lofa henni að heimilið yrði loksins með almennilega nettengingu svo að hún geti nú skypeast við kærastann. Eftir þá uppsetningu og steiktan fisk í boði húsins, skrapp ég í laugar þar sem ég gat hlustað á viskuna, spurningakeppni útvarps samfés á rás2 og horft á simpsons og kevin bacon og ísland í dag til skiptis á meðan ég hljóp mér til heilsubótar. Note to self, taka eitthvað skemmtilegt til að hlusta á næst þar sem að allar hinar útvarpstöðvarnar eru ekki að nást þarna inni af einhverjum ástæðum. Kíkti aðeins út í skítakuldann út í pott þar sem, eins og oft áður, allt er morandi í útlendingum sem koma líklegast af gistiheimilinu við hliðiná. Stundum held ég að sumir þeirra haldi að við innfæddu skilji ekki ensku þar sem að þeir láta oft vaða um ótrúlegustu hluti beint fyrir framan mann….. kannski er maður svona ósýnilegur.

Kíkti með Helga á AVP í gær, eða alien versus predator. Ég hef tekið eftir því að það er búið að dauðadæma þessa mynd í umræðunni, þó svo að flestir sem segi “oj” hafi ekki séð hana. Ég segi fyrir mig að þetta er alveg sæmilegasta ræma. Það hefði reyndar alveg mátt gera miklu meira úr þessu snilldar-concepti, sem ég komst fyrst í tæri við fyrir nokkrum árum síðan í fínni teiknimyndasögu, sem á reyndar lítið sameiginlegt með myndinni fyrir utan þessi tvo óvætti. Slagsmálaatriðin voru langflest ágæt, en atriðin á milli alien og predator voru eins og blautur nörda draumur fyrir gamlan alien fan eins og mig. Engu að síður kemur myndin frekar illa út í samanburði við hinar myndirnar. Alien var meira taugatrekkjandi. Aliens var með meiri hasar. Alien 3 og Predator myndirnar voru sveittari og hrottalegri. Alien 4 var með meiri stíl. Því miður var búið að tjúna myndina til fyrir krakka [pg-13] og var frekar lítið um blóðsúthellingar, sem er frekar mikið stílbrot, séu fyrirrennarar hennar teknir í reikninginn.

Kannski ekki mikið um þetta að segja. Þetta var sami leikstjóri skilst mér og leikstýrði Event Horizon sem mér finnst hafa verið vanmetin.

Er annars að hlusta á The Isness með Amorphus Androgynous, aka FSOL, sem er alveg skotheld plata og ef þið hafið ekki hlustað á hana ennþá þá er bara kominn tími til þess ekki satt?