fjölskyldugildi

Áhaldssamir í Bandaríkjunum sem eru hvað mest fjölmennir í bíblíu-fylkjunum svokölluðu, þá sérstaklega Suðurríkjunum, segjast standa fyrir fjölskyldugildi og m.a. kjósa Bush út af gildunum. Fréttaskýring á www.boston.com rennir stoðum undir það að ef til vill sé þetta meira í orði en á borði, þar sem að m.a. skilnaðartíðnin er mun hærri í þessum fylkjum en “bláu” fylkjunum eða fylkjunum, þar sem demokratar eru fjölmenni.

Ástæður sem nefndar eru, eru meðal annars að ungt fólk sækir meira í menntun í “bláu” fylkjunum og pari sig saman síðar, á meðan það giftist oft ungt í þeim “rauðu”, og þar af leiðandi sé líklegt til að vanda ekki makavalið.

Upphaflega greinin er hér