gafst upp á movable type

Jæja, ástarævintýri mínu við blogg kerfið movable type er að ljúka. Eftir að allt fór í “steik” í kjólfarið á hruni vefþjónsins, þá ákvað ég að movable type hafði orðið aðeins of þungt. Eftir smá grensl mitt um veraldarvefinn, með isan í bakgrunninum, ákvað ég að skella mér á php/mysql kerfið wordpress og lofar það góðu.

Ég á eftir að snyrta þessa forsíðu all mikið til og breyta henni heilan helling líklegast, ef til vill með hjálp frá þessum stílblöðum, auk þess sem að það þarf vitaskuld að snöggþýða alla þessa ensku sem er hér.