þið sem notið blogspot
Væruð þið ekki til í að kveikja á xml fyrirsagnastraum ykkar?
Engar áhyggjur, það er ekkert flókið, þið eruð ef til vill með kveikt á honum, prufiði bara að bæta “atom.xml” við blogspot vefslóð ykkar, þá t.d. flottabloggid.blogspot.com/atom.xml. Annaðhvort kemur listi yfir færslurnar ykkar eða Not Found.
Ef not found kemur upp, þá gætuð þið þurft að kveikja á Atom, en þá skráið þið ykkur inn á blogspot stjórnendaviðmótið og farið í : Settings -> Site Feed og veljið Yes við Publish Site Feed
Þessar handhægu upplýsingar voru í boði : mar.anomy.net
Þið megið endilega skilja eftir álit þegar þið hafið kveikt á atom, því þá get ég farið að fylgjast betur með blogginu ykkar.