lag dagsins tekið í gegn
Ég er aðeins búinn að taka lag dagsins í gegn. Lag dagsins átti ekki að vera mp3 geymsla, þannig að þar sem að það voru farin að safnast svolítið mörg af eldri lögum dagsins upp þá eru núna lög eldri en 60 daga sjálfvirkt stytt niðrí um 15 prósent af upphaflegri stærð.
Held að það sé ágætis lending á því, amk betra en að henda því alveg út.
Oddur Snær fær virðingu fyrir að búa til tólið sjálft sem að klippir skrárnar niður.
Einnig bætti ég við playlista fídus fyrir lagdagsins sem hægt er að matreiða í winamp, eða spila beint í vafranum sé quicktime eða álíka uppsett. Hlekkurinn er hér http://www.escape.is/lagdagsins/spilaallt.m3u