eurovision

Ég hef átt það til að skrifa hinn og þennan undarlega draum sem mig hefur dreymt og hér kemur einn slíkur.

Mig dreymdi að ég væri staddur í sænsku úrslitunum í eurovision. Ég man ekki eftir neinu öðru heldur en að ég sá úrslitalagið. Hljómfögur stelpa var að syngja og meðlimir hljómsveitarinnar Yoga voru að spila undir í alveg klikkaðri stemningu. Fyrir þá sem vita það ekki þá er Yoga sænsk drum & bass hljómsveit sem spilaði hérna á Áslandi á tveimum tónleikum árið ‘97 og ‘99. Það sem ég man svona sterkast eftir draumnum er þrennt. 1)Lagið var mjög gott popp lag með fuðrandi flottu jazz-grúvi. 2)Meðlimir Yoga voru í svona big-band lúkki og í flauels jakkafötum og 3)ricard [trommarinn] fékk að taka sóló í laginu þar sem hann var að gera það virkilega gott.

Þegar ég vaknaði þá mundi ég lagið, en sofnaði því miður strax aftur. Nú er ég bara forvitinn 1) er forkeppni í eurovisioni í svíþjóð? og 2)eru Yoga búnir að senda inn teipið? :)

Ég gróf upp við þetta tækifæri nokkrar myndir af köppunum.