rip gosi
wannabe lion by ~Sanaa on deviantART
Það verður ekki sagt um mig að ég sé of persónulegur á þessum síðum, en mig langar aðeins að gerast meyr.
Köttur fjölskyldunar, Gosi, hvarf úr fjölskyldulífinu í seinustu viku þegar að upp komst um krabbamein hjá honum í heimsókn hjá dýralækni. Lítið annað var að gera en að svæfa greyið. Hann hafði alveg lifað löngu og fínu lífi, held ég, og lítið að syrgja með það. Ég hef ekki ennþá komið heim og hugsa að það verði svolítið öðruvísi í dag, þegar hann er ekki lengur þar.
Ég og hann voru engir neinir sérstakir félagar, hann virtist kunna betur við sig hjá systrum mínum. Við fengum læðu rúmum 2 árum eftir að við fengum Gosa, sem fékk nafnið Inga Sól og fannst mér alltaf mun meira í hana spunnið, en það liðu nokkrir mánuðir þangað til að hún asnaðist til að hlaupa fyrir bíl.
Hver einustu jól hefur svo fjölskyldan verið með auka pakka til allra frá kettinum, ætli það verði áfram?