forbes um firefox

Bandaríski fyrirtækjapésinn segir frá auknu vægi firefox á vaframarkaðnum á kostnað internet explorer. Upp kemst þó um microsoft hollustu pésans í lok greinarinnar : “Both browsers have had security problems and issued patches”.

Þó svo að tæknilega sé þetta rétt, þá gefur þetta mjög skakka mynd af raunveruleikanum þar sem að internet explorer er með hræðilegan ferill alvarlegra öryggisholna sem æ ofan í æ hefur gefið veiru og óværusmiðum tækifæri á að ná stjórn á tölvu viðkomandi á meðan öryggisholur sem fundist hafa í firefox hafa fæstar verið svo djúpar. Auk þess er hlutfallið líklegast svona 99%, FF í hag. Vissulega er hluti ástæðunar sú að flestir nota ennþá internet explorer og þar af leiðandi er kóðin meira skoðaður af óværu og veirusmiðum í leit að holum. Hluta öryggisvandamála internet explorer er þó líklegast hægt að leiða til þess að hann er skrifaður inn í windows stýrikerfið og hefur að mér skilst meiri aðgang en t.d. winamp eða firefox eða önnur utanaðkomandi forrit. Gaman væri þó að mér vitrari menn um það gæfu álit…