skattlagning á ip

ZD Net segir frá að bandaríska þingið hugleiðir skattlagningu á internet samskipti. Vísað er til 3 % skattlagningar á lúxus vörur sem var settur á í kringum þar síðustu aldamót til að fjármagna stríðið þar á bæ við spánverja. Skattlagning þessi náði og nær enn yfir símaþjónustu og þegar voip notkun fer vaxandi, sér bandaríska ríkið að framundan er talsverð tekjuskerðing. Til þess að viðhalda þessum tekjustofni þá hugleiða menn þar á bæ þ.a.l. að skella 3% skattlagningu á internet/gagna þjónustu.

Eftir yfirlýsingu Bush, um endurskoðun skattalöggjafarinnar, þá er talið nokkuð líklegt að svona “smáatriði” fljóti með.

og þar hafiði það