góð stemning hjá rúv
Eftir að hafa gluggað í ársreikningin hjá rúv fyrir 2002 komst ég að eftirfarandi staðreyndum.
*Langtímaskuldir hjá rúv eru metnar á 3.331 milljóna króna eða 3,3 milljarða króna og er stofnunin með afborgunarbyrði upp á c.a. 150 mill á ári. *Rúv tapaði 188 milljónum á árinu 2002, sem er þó skömminni skárra en árið 2001, þar sem sú tala var í 336,9 milljónum.
*Miðað við óbreytt ástand þá er hinn sorglegi sannleikur sá að Rúv er að tapa meiru á ári, en það ætti að vera að borga niður af langtímaskuldum sínum. Minnir mann á fólk sem á erfitt með peninga, eyðir umfram efni og á síðan ekki fyrir afborgunum sínum.
Eins gott að Rúv þurfi ekki að leita til félagsmálastofnunar og getur í staðinn leitað til íslensku þjóðarinnar.
Nota bene, ég er ekki að reka einhvern and-rúv áróður, en það er nokkuð ljóst að óbreytt ástand gengur ekki. sama hversu mikið mönnum þykir vænt um stofnunina, þá þarf að laga til í rekstrinum.