keyhole & podcasting
Ég hef rekist á að minnsta kosti tvennt athyglisvert seinustu dagana á netinu. Keyhole er flott útfærsla á hugmynd sem ég velti fyrir mér í kringum aldamótin, þ.e. að kortleggja allan heiminn í þrívídd með “ljósmyndum” eða nánar tiltekið gerfihnatta og loftmyndum. Verkefnið er greinilega í þróun hjá þeim og vitaskuld eru Bandarísku landsvæðin með mestri upplausn, en það verður gaman að sjá þetta þróast og ég bíð spenntur eftir Reykjavík þarna inn. Þangað til þá er það bara Borgarvefsjáin. Fyrst umræðuefnið eru kort þá er ekki úr vegi að benda á nýju kortaþjónustu google, en eins og er, eru aðeins kort af Bandaríkjunum. Hægt er að leita að þjónustum á ákveðnu svæði, t.d. sjá alla pizzastaði í los angeles. Einnig er hægt að fá nákvæmar leiðbeiningar hvernig eigi að komast frá t.d. frá Chicago til New York.
Podcasting er hugmynd sem gerir svipað fyrir útvarp og rss gerir fyrir vefsíður. Podcasting notast við rss, en í staðinn fyrir vísanir á vefsetur þá sækir “podcasting” hugbúnaðurinn vísanir á útvarpsþætti og aðrar hljóðskrár. Hægt er að stilla hugbúnaðinn til að hlaða niður því sem maður hefur áhuga á, sjálfkrafa í tölvuna eða jafnvel mp3 spilarann. Ipodder er open source “podcasting” hugbúnaður. Svona til að súmmera upp hvað gerir þetta nákvæmlega sniðugt. Að geta leitað að hinu og þessu, tónlistarþáttum, umræðuþáttum, plötusnúða-syrpum o.fl, skellt urlunum í iPodder forritið og sagt því að sækja nýtt sjálfkrafa einu sinni á sólarhring t.d. og svo þegar maður vaknar og grípur mp3 spilarann, þá er alltaf eitthvað nýtt á honum…..