gestablogg frá kristleifi
og gefum honum orðið…
Kristleifur: Ég man þegar ég var að koma heim frá danmörku, lítill polli með spjald um hálsinn, hafði farið einn í flugvél og þegar ég kom niður rúllustigann stóðu þar settleg hjón um fimmtugt, sextugt. Greinilega afi og amma einhvers. Þau litu á mig og urðu glöð og sögðu í kór: “GEORG!!”
Ég varð eitthvað hræddur og vildi alls ekki kannast við að hafa nokkurntíma gegnt því nafni. “Jú … ha … ertu ekki Georg?” Og ég svona mjög smúðlí, eins smúðlí og 9 ára krakkalingur getur verið, notaði momentumið af rúllustiganum og svona hélt bara einhvernveginn áfram fram hjá þeim og hef ekki séð þau síðan… og ef þau eru ekki farin þaðan eru þau þar enn.