switch #1

Þá kom að því að ég ákvað að skipta yfir í undraheim Machintosh notenda. Skrefin voru tekin smá og Mac Mini varð fyrir valinu. Ég hef ákveðið að blogga smá um þessi umskipti svo að fólk fái hugmynd um hversu einfalt eða flókið þetta er.

Eftir að hafa stungið herlegheitunum í samband við skjá, lyklaborð, mús, allt pc dót og þrykkt netsnúrunni í samband þá skellti ég í gang.

Eftir ræsingu, þá opnast í skráningarferli þar sem ég þarf að gefa nokkrar kjörupplýsingar eins og hvar ég er staddur í heiminum, á hvaða tungumáli ég skrifa og vill hafa viðmótið. Svo er mér boðið að skrá .mac auðkenni sem er einhver þjónusta hjá þeim, þar sem ég á að geta fengið heimasíðusvæði og ýmislegt. Ég hafna því og held áfram, skrái notendanafn og lykilorð á tölvuna og að lokum er mér boðið upp á setja póstforritið “mail” upp. Þegar það er komið þá kem ég í kunnuglegan glugga og mac os x er uppsett og tilbúið til notkunar.

Næst kemur lítill og vinalegur gluggi og segir mér að ég geti sett inn sex uppfærslur, sem ég samþykki og endurræsi. Fyrsta mál á dagsskrá fyrir msn notanda eins og mig er að setja msnið í gang og eftir að hafa fengið ábendingu um að msn forritið frá microsoft fyrir mac sé ekki það besta í bransanum, googla ég smá og finn Adium. Adium getur tengst ýmsu eins og msn og gerir það bara vel… Viðmótið lætur lítið fyrir sér fara, styður msn myndir og eru öll samtölin í einum glugga aðgengileg með flipum.

Ég ræsi póstforritið sem tengist inn á póstinn minn og sýnir mér hann allan án vesens. Ég nota IMAP og þarf ekki að spekúlera í því að færa póstinn á milli þar sem hann er allur geymdur á póstþjóninum.

Þá er komið að því að líta á vefinn í mac os x og þar er boðið upp á vafrann Safari. Hann lítur ágætlega út nema að hann styður ekki tabs eða flipa og þá kemur eldrefurinn upp í mér. Eitthvað virðist það vefjast fyrir makkanum hjá mér að setja upp firefox eða annan hugbúnað í dmg sniði sem ég ætla að setja upp en ég fæ villuna “no mountable file systems” upp. Þar virðist ég vera stopp í bili og ágætt væri nú ef einhver makka nörd vinur minn myndi segja mér hvað skal gjöra.

Fyrsta reynsla af makkanum myndi ég segja vera ágæt. Það hefði mátt vera msn support frá byrjun amk þá sá ég ekki í fljótu bragði hvernig iChat ætlaði að leysa þetta fyrir mig. Einnig þá er smá mínus fyrir mausið með dmg skrárnar. Kostirnir eru fljót uppsetning, allt viðmót mjög hreint og ekki verið að reyna að troða einhverju drasli upp á mig eins og ég upplifi oft í windows heimum.

Part tvö kemur síðar