Leið 15

Jæja, þá er fyrsta upptakan tilbúin.

Þetta var aðallega prufa til að sjá hvernig þessi prósess gengi fyrir sig og hvernig græjurnar eru að virka. Þar sem ég gat ekki reddað mér almennilega meðfærilegu upptökutæki þá varð ferðavélin fyrir valinu. Ég á ágætis hljóðnema sem ég notaði og kom ég honum og tölvunni fyrir í þægilegum bakpoka þannig að mér tókst að líta ekki út eins og algjört fífl á meðan.

Ég tók strætóinn frá Grensás upp í Grafarvog og síðan til baka, sem er rúmlega 40 mínútna upptaka. Það voru ekki margir í vagninum á laugardagsmorgni, en það fór aðeins að fjölga á bakaleiðinni.

Strætóferð er ekki mest sexý hljóðumhverfi sem hægt er að hugsa sér, en maður bætir úr því þegar lengra dregur.

Ég komst að því að ég er tilbúinn að fórna hljóðgæðum fyrir þægilegheit, þannig að næst mun ég líklegast reyna að nota lítinn hljóðnema sem ég á. Einnig vantar mig minidisc, dat eða e-d lítið upptökutæki, svo að riggið verði ekki svona plássfrekt.

sækja / hlusta