switch #2
Jæja það er kominn tími til að halda aðeins áfram með skrifin um reynslu mína af því að skipta yfir í makka. Langar að byrja á því að segja að mér sýnist Os X vera vel að því komið að vera kallað “the world’s most advanced operating system”. Það er einfalt fyrir venjulega notendur, sem mér finnst þægilegt, því að þótt ég sé nógu mikill nörd til þess að geta unnið með stýrikerfi þar sem allt er vesen, af hverju ætti ég að vilja það ? Undir einföldu yfirborðinu keyrir svo BSD kerfið Darwin, sem er unix afbrygði, þannig að ef maður vill skíta aðeins út hendurnar, þá er það líka minnsta málið. Kostirnir meðal annars við þennan grunn kerfisins er að það var til glás af hugbúnaði áður en kerfið kom út sem lítið mál er að keyra á því og þar af leiðandi er mjög auðvelt að finna fínan opinn hugbúnað (open source) sem og annan.
Hérna kemur listi af forritunum sem ég hef verið að skella inn á kerfið, vonandi nýtist þetta einhverjum sem er nýr á makka líka. Ath að ég sleppi því að búa til vísun á hvert forrit heldur er hægt að leita flest þeirra uppi á hugbúnaðarbankanum VersionTracker
-
Adium: með betri msn/spjall forritum sem ég hef notað, frítt
-
Audacity: til að klippa til hljóð, fínn miðað við verð, frítt
-
Audio Hijack: getur tekið upp hljóð úr öllum forritum á tölvunni, $16
-
Audio Hijack Pro: getur tekið upp hljóð úr öllum forritum á tölvunni yfir á mp3, blandað saman úr fleiri en einu forriti, sett effecta á o.s.frv. $32
-
Clutter: Sækjir kóver á plöturnar sem maður er að spila í itunes. Eitt takkasmell og kóverið er komið á plötuna í itunes. Frítt
-
Cyberduck: FTP forrit fyrir Os X, frítt
-
DeepVacuum: til að downloada heilu vefsíðunum eða t.d. öllum myndum af einhverju urli eða öllum mp3 o.s.frv. $10
-
Firefox: Vafrinn væni.., frír. Ég nota reyndar Safari meira (það er vafrinn sem fylgir með Os X), líklegast vegna þess að það er eitthvað vesen með stafasettið í Firefox.
-
Free Mind: Forrit til að búa til svokölluð mind map, frítt
-
iPodder: til að sækja poðköstin sem ég hlusta á, frítt
-
OSXvnc / VNC Viewer: til að fjarstjórna öðrum tölvum eða fjarstjórna makkanum., frítt
-
Real Player: ótrúlegt en satt.. hann er ekki óþolandi drasl á Os X.
-
Taco HTML Edit: til að sýsla með html, php og fleira … litar kóðann og svona skemmtilegt, frítt.
-
Windows Media Player: Sama hér og með Real Player, þetta bara virkar, er ekki slow og leiðinlegur eins og Windows útgáfan.
Þetta er nokkkuð tæmandi listi yfir forritin sem ég hef verið að keyra á þessari vél með ágætis árangri og já… ég hef ekki enn fengið spyrware eða eitthvað drasl.
Það sem ég á eftir að gera er að nota iPhoto og iMovie meira, en mér skilst að þau séu fín.
Kannski í lokin vert að minnast á að iTunes er alveg mjög ágætt svona í sínu náttúrulega umhverfi á makkanum, en Windows útgáfan fór alltaf svolítið í mig. Fyrir iTunes á makka er síðan til fjöldinn allur af litlum forritlingum sem kallast Applescript, sem bæta við virkni iTunes, þannig að maður nær að bæta upp fáu vankanta þess.
Kannski skrifa ég meira um það síðar hvernig nýjasta útgáfa Os X, 10,4 eða Tiger, er að reynast, en annars hef ég ekki mikið annað að segja um þessi skipti heldur en ég er alveg “sold” á þessu og næsta ferðatalva sem ég fæ mér verður frá Apple.