Tónlistin flæðir

Ég ákvað að skrifa smá um tónlistarvenjur mínar eftir að Levy tók af skarið með iTunes

Ég hef gaman að því að hlusta á tónlist og er svolítið sérvitur á hvað ég hlusta. Hér er stutt útlisting á hvernig tónlistin rennur í gegn hjá mér frá degi til dags.

Ný tónlist Link to heading

Eðlilegast er að byrja á því hvernig ég finn nýja tónlist. Ég hlusta á Last.fm þar sem ég fæ að sjá og heyra hvað vinirnir og aðrir með svipaðan smekk eru að hlusta á. Ég hlusta á Pandora einstaka sinnum sem leyfir mér að heyra hvað mér gæti þótt athyglisvert og tekur mark á því þegar ég er ósammála. Ég hlusta á nokkur mp3 blogg/podcast eins og Aurgasm, Hype Machine, Mercedes-Benz Podcast, Molly O’ Poverty, Type Radio o.fl. Ég hlusta á tónlist sem spiluð er fyrir mig á tónleikum þegar ég hef tíma og tek ábendingum vina kunningja (á vefnum + raunheimum).

Metið og vegið án vesens Link to heading

Ef mér líst vel á tónlistina, sæki ég hana eða kaupi og set í safnið mitt (sem iTunes sér um). Þá melti ég það í smá stund en að lokum gef því “einkunn” (1-5). Þá einkunn nota ég svo til að láta iTunes búa til fyrir mig klárum spilunarlistum hér“klára” spilunarlista sem eru þeim kostum gæddir að vera með fordóma gegn þeim lögum sem mér finnst vera leiðinleg. Ég hef verið að prófa MusicIP, sem greinir tónlistina og býr til glettilega góða spilunarlista. Þeir tilraunasömu hafa örugglega gaman að því.

Hér er brot úr einum listanum frá MusicIP:- The Fiery Furnaces - Mason City

Á ferðinni Link to heading

Ég hangi ekki alltaf heima hjá mér og þarf því að geta tekið tónlistina með mér. Þá er gott að hafa einkuninar, því ég get beðið iTunes að setja aðeins þau lög sem eru með meira en þrjá í einkunn á iPod spilarann og hefur það reynst ágætlega þegar ég er á ferðinni. Ræktin og göngutúrar eru alltaf partý með Whitest Boy Alive, Booka Shade eða LCD Soundsystem eru annars vegar. Lítill og forlátur útvarpssendir sér svo til þess að ég þurfi ekki að hlusta á forvalið FM sorp í bílnum.

Hringnum lokið Link to heading

Að lokum sér Last.fm um að heimurinn geti notið smekkvísi minnar auk þess sem ég reyni að vera duglegur að segja vinum og kunningjum frá tónlistarlegum þrekvirkjum eða búa jafnvel til litlar syrpur. Svo hef ég víst búið til nokkur lög.

Sjá meira af klárum spilunarlistum hér