8 ráð til að hjálpa þér að komast í jólaskap

1.Gefðu gjafir sem þig hlakkar til að gefa.

2.Gefðu fólkinu sem þig langar til að gefa og ekki hafa áhyggjur af þeim sem þú gleymdir, það er búið og gert.

3.Slakaðu á. Það skiptir ekki öllu máli þótt að jólasteikinni seinki um klukkutíma. Henni seinkar af því að aðrir hlutir eru að taka lengri tíma en þú reiknaðir með. Ekki hafa áhyggjur af því en æfðu þig að reikna á næsta ári.

4.Hringdu í vini þína og segðu að þú ert jólasveinninn, sjáðu hvað þú kemst langt með það.

5.Ef þú ert “trúleysingi” mundu að jólin snúast ekki um trú, heldur feitann kall á norðurpólnum með nokkra dverga í þrælavinnu. Þakkaðu fyrir hvert ár án vinnuslys.

6.Ef þú ert of kúl til að komast í jólaskap, þá ertu líklegast ekki kúl. Málið leyst.

7.Ef þú færð bara kók og pizzu um jólin, hugsaðu um þá sem fá bara vatn og brauð. Ef þú færð bara vatn og brauð, fáðu lánað smjör og ost.

8.Kíktu á nokkrar jólateiknimyndir á YouTube.