Að temja safnið
Sem óbeint framhald þessarar færslu fylgir hér smá labb-í-gegn’um hvernig ég bý til fínan spilunarlista fyrir iPod/iTunes með “Smart playlist” virkninni í iTunes.
Hvað vil ég hafa í listanum? Link to heading
Tónlist sem hefur fleiri en tvær stjörnur og er undir sautján mínútur:

Gæði og endurtekningar Link to heading
Næst stilli ég hversu mikið ég vil fá af tónlist með 3, 4 eða 5 stjörnum og hversu langt má líða* frá því að ég heyrði í eða sleppti lögunum seinast.
Það geri ég með þrem listum, hver fyrir hverja stjörnu:
3 stjörnur
4 stjörnur
5 stjörnur
Ég stilli hvern lista þannig að hann innihaldi visst margar klukkustundir af hverri stjörnu.
Einnig tryggi ég að 3 stjörnu lögin komist einhverntíman í spilun með þessum lista:
Ég má ekki hafa sleppt þeim þrisvar eða oftar.
Samantekt Link to heading
Að lokum tek ég saman listana fjóra í einn sem ég spila svo úr:

Að stjörnumerkja safnið og setja þetta upp er smá vinna í upphafi. Aftur á móti tryggir þetta að það er alltaf gott jafnvægi af tónlist og að lög komi ekki of oft á listann.
Sjá meira af tónlistarpælingum mínum hér
*fjöldi daga fer eftir stærð safnsins