Gamlar myndir?
“Hvað er málið með gömlu myndirnar?”, spyr sig einhver.
Þegar ég fékk mér stafræna myndavél, sem var ekki fyrr en árið 2004, ákvað ég að setja upp albúm fyrir þær á vefnum mínum. Rúmlega ári síðar skráði ég mig hjá Flickr og hef líkað það vel.
Eftir sátu nokkur hundruð myndir í gamla albúminu og hef ég verið að færa þær yfir (og hreinsa aðeins til).
