Áslensk fegurð
Það er ekkert launungarmál að við systkinin erum falleg, klár og frábær í alla staði, en í tilviki systur minnar, Sigrúnar Ernu, er það sérstaklega áberandi. Svo áberandi að sett hefur verið á laggirnar keppni þar sem öðrum stúlkum er gefinn kostur á að stilla sér upp við hlið hennar og láta dæma sig. Það er gott og blessað, en munið stelpur, þetta snýst ekki um að sigra, heldur að njóta augnabliksins.
Þið getið fært systur minni hamingjuóskir hér, lesið bloggið hennar hér og nýtt ykkur atkvæðisréttinn hér.
