Áfram Ómar!

Áslensk pólitík er ekki sú mest heillandi í bransanum. Reyndar finnst mér flokkakerfið vera úr sér gengið og kominn tími á endurbætur, en það er ekki mikil von til þess að forkólfar flokkana setji slíkar endurbætur ofarlega á loforðalistana. Það og almennt andleysi kosningabaráttunnar hefur neytt mig til að taka til minna ráða og stríða kerfinu svolítið.

Það mun ég gera með því kjósa að kæruleysislega og láta vefsíðu, út í bæ, ráða ferðinni:

Það er náttúrulega mikill léttir að vera búinn að taka þessa ákvörðun og hvet ég alla sem eiga ekki sinn uppáhaldsflokk, til að taka þessa stuttu könnun og beina atkvæði ykkar í nýjan farveg í samræmi við niðurstöðurnar : http://xhvad.bifrost.is

Take that, kerfi.